Friday 23 August 2013

Batfleck*



Ben Affleck er næsti Batman. Mín fyrstu viðbrögð voru “Æ fokk”. Sú tilfinning varði í svona þrjár sekúndur. Því ég mundi að ég er löngu hættur að hata Ben Affleck.
Ókei, ég var reyndar að vona að Josh Brolin myndi taka þetta. En haltu á ketti hvað nördar eru að eipa yfir þessu vali. Nei, ég tek þetta aftur. Því ég hef á tilfinningunni að flestir sem kvarta eru ekki einu sinni alvöru nördar. Nördar vita að Batman er allskonar.
Það eru til fleiri batmenn en fasíska Frank Miller útgáfan og grúví Adam West útgáfan. Leðurblakan hefur ótal blæbrigði. Eins og er bent á í þessu frábæra atriði úr Batman: The Brave and the Bold:





En Affleck er ömurlegur leikari!
Affleck er fínn. Hann var fínn í Dogma, Jay & Silent Bob Strike Back, Mallrats, Shakespeare in love og Extract.

En það voru grínhlutverk! Við viljum ekki gamanleikara!
Michael Keaton er gamanleikari. Allir mótmæltu honum líka á sínum tíma.

En Affleck er ógeðslega væminn rom-com leikari!
Það var Heath Ledger líka.

En Affleck hefur leikið ofurhetju áður! Óréttlátt!
Chris Evans lék Human Torch tvisvar áður en hann lék Captain America.

En Daredevil var drasl! Ég vil ekki að Batman verði annar Daredevil!
Daredevil var ekki Affleck að kenna. Hún var leikstjóranum að kenna. Tékkið á Mark Steven Johnson á IMDb. Hann hefur ekki gert eina góða mynd.

En… en… en…
Já ókei ég skil. Eins og ég sagði, hefði ég viljað sjá miðaldra Josh Brolin týpu. Brolin er rugged og edgy. Affleck er tyggjó. Ég skil. Hann er ekki kúl. En ofurhetjur eru ekki kúl. Þær eru hallærislegar. Það er einmitt það sem gerir þær kúl. Það að þær komast upp með að vera hallærislegar. Ég meina, hafiði séð Thor?

Mér er hugsað til Coldplay kenningarinnar.  Hún er svona: Hipsterar og aðrir besserwisserar eru rosalega duglegir við að úthúða hljómsveitinni Coldplay (Einu sinni var það U2). Því að það er svo ógsla mainstream, ófrumleg og ofmetin hljómsveit. Sumir hata Coldplay svo mikið að það er grunsamlegt. “The lady doth protest too much, me thinks" eins og mamma Hamlets sagði. Þetta er ekki ósvipað og þegar hommahatarar reynast síðar meir vera í bullandi afneitun. 

Affleck er Coldplay Hollywoods. Þú værir ekki að mótmæla honum svona mikið ef þú elskaðir hann ekki innst inni.

Ég hefði samt viljað Brolin.




Hulli

PS
Þessi pistill var næstum nefndur Batdeer Games, Batmageddon, Bat Harbour, Batting Amy og Batgli.

No comments: