Monday 13 February 2012

apatowcalypse now.

ég montaði mig um daginn yfir afmælisgjöfinni sem ég teiknaði handa judd apatow. montnari er ég þó af goodies pakkanum sem ég fékk sendan frá apatow productions.


bridesmaids á blueray/dvd, anchorman á blueray, get him to the greek á dvd (með extra nekt og dópi) og freaks and geeks í svona líka fallegri yearbook útgáfu. ekki bara allir þættirnir með fullt af aukaefni, heldur líka fyrirtaks coffee table bók með fullt af ljósmyndum og viðtölum.

auk þess fékk ég yo teach! bol. yo teach! er tween-sitcom sem er ekki til í alvöru heldur í kvikmyndinni funny people eftir apatow. karakter jasons schwartzman lék teach. þessi bolur er þá næstum því metafísískur. ef ég skil orðið metafísískur rétt. hann er samt of stór (enda frá bandaríkjunum þar sem fólk er of stórt). ég nota hann líklega bara sem náttkjól.

þessir gripir eiga eftir að þjóna sínum tilgangi vel. þ.e.a.s. þeir munu tímabundið fylla upp í tómarúmið innra með mér.
húrra fyrir hlutum!

No comments: