Tuesday 7 February 2012

osom.

osombie er nafnið á nýrri zombíumynd. verður maður ekki að sjá þetta? nú höfum við séð nasistazombíur og stripparazombíur, en talíbanazombíur áttum við eftir. hér segir frá því þegar osama bin laden rís upp frá dauðum. líkt og annar frægur skeggjaður maður frá mið-austri gerði fyrir löngu. svo koma einhverjir bandarískir hermenn og rústa zombíunum og fara í sleik. need I say more? nei, og auk þess er ekki hægt að segja meira því að that is basically it. samkvæmt treilernum allavega.


er myndin djúp ádeila á utanríkisstefnu BNA? nei líklega ekki. er þetta óforskammarlegt amerisplotation? já mér sýnist það. skiptir það máli? nah.
helsti ókostur myndarinnar virðist í fljótu bragði vera tölvugerður splatter. það er greinilega ódýrara að sprengja hausa í tölvum en að fylla gúmmímódel af tómatsósu. en það er líka ljótara og dregur verulega úr áhrifum. ú á pixelsplatter.
en maður kíkir væntanlega á þessa mynd fyrr eða síðar. hún lítur viðunandi út.
sammála? eða ósammála bin laden?

PS
talandi um springandi hausa...

No comments: