Monday 6 February 2012

I have an army. we have a hulk.

avenger superbowl spottið komið.
semsagt avengers versus loki og geimverur. Það verður vonandi hinir stórskemmtilegu skrullar. grænir með álfaeyru og krumpaðar hökur. love them. vona að þeir verði ekki of pimpaðir í myndinni. hollywood reynir svo oft að pimpa myndasögupersónur. það er óþarfi. ofurhetjur eiga ekki að vera kúl. þær eru hallærislegar. og hallærislegt er nýja kúlið eins og thor myndin sannaði.
en þetta er dásamlegt myndskeið. uppbyggingin að nerdgazmi ársins heldur áfram. ég get ekki beðið. joss whedon skrifar og stýrir sem er traustvekjandi því hann hefur ekki klúðrað neinu hingað til. það eina sem böggar mig er puslupartíið. bara ein gella? scarlett er mjög flott sem black widow, en ég sakna ms.marvel, wasp og minnar uppáhalds; spider-woman. þetta þarf að laga. það er enn of mikil pungfýla af nördasamfélaginu og við verðum að hleypa fleiri stelpum í búningsklefann. hafa þetta bara unisex eins og í ally mcbeal og starship troopers (chickreferens og nördareferens í sömu setningu!)
en ég get svosum ekki kvartað af neinu ráði, enda man ég eftir myrkum tíma þegar eina ofurhetjumynd ársins var spawn. í dag fáum við hulk, iron man, thor og cap í einni mynd eftir sama mann og gerði buffy the vampire slayer. og ef það dugar ekki förum við bara á háalvarlegt batman drama í næsta sal. it is good to be geek.

1 comment:

Ævar said...

Mulder og skrully leysa málið...
http://badassdigest.com/2012/02/11/have-these-little-pink-plastic-figures-revealed-the-avengers-baddies/