Friday 2 March 2012

Goðin tala dönsku.

Það er góður og gamall íslenskur siður að blogga um hvað allir á Íslandi eru vitlausari en maður sjálfur. Hér kemur mín færsla um hvað við, sem þjóð, ættum að skammast okkar. Ekki fyrir stjórnmálin okkar eða efnahaginn okkar. Heldur fyrir hvað við erum léleg að kaupa dönsku Goðheima-bækurnar eftir Peter Madsen.
Fyrsta bókin, Úlfurinn bundinn (Ulven er løs) kom út 1979. Sama ár var hún þýdd á Íslensku. Almennilegt. Svona á að gera þetta. Á árunum 1980 til 1989 komu svo út fjögur bindi til viðbótar, samtímis á dönsku og íslensku. En svo þorðu íslendingar ekki lengra. Líkt og óttaslegni jötuninn Hýmir, skárum við á línuna, og slepptum Miðgarðsormi aftur í sjóinn. Allt í allt eru bækurnar 15 og við þekkjum bara þriðjung.

Ég hef heyrt tvær kenningar um þetta menningarhneyksli.
A) Að bækurnar seldust ekki nógu vel.
B) Að einhverskonar snobb-elítu-samsæri hafi lokað á allar myndasöguþýðingar af hræðslu við að börnin þeirra yrðu slefandi hálfvitar. (Aðrar evrópskar myndasögur, t.d. Svalur og Valur og Viggó, hurfu líka úr bókatíðindum um svipað leyti).
Ég kaupi ástæðu A frekar, því að money talks and bullshit walks (þó að vanmetnaður fullorðna á gáfnafari barna sé ekkert nýtt). En þetta þýðir að sökin liggur okkar megin. Að íslenskir neytendur kunna ekki gott að meta. Þetta áhugaleysi á eigin sagna-arfi kostaði okkur heil tíu bindi af  þessum einstaka bókaflokki. Við eigum inni Hýmiskviðu, Sörla sögu, Ynglinga sögu, Grímnismál, Skírnismál og sjálf Ragnarök í listilegri útfærslu Peters Madsen. Ef ég hefði vitað þetta hefði ég actually lært heima í dönsku. Better yet, ef þessar bækur hefðu verið kenndar í dönsku, hefði ég actually verið vakandi í tímum.
En með fullri virðingu fyrir þessu hrognamáli, þá er ég þjóðremba þegar kemur að Snorra Eddu. Æsir töluðu íslensku. Guðni kolbeins þýddi fyrstu fimm bækurnar á sínum tíma og ég vil að hann þýði restina. En það er vonarglæta. Síðastliðin tvö jól voru fyrstu tvær bækurnar endurútgefnar. Þær hafa reyndar selst vel. En þetta þýðir að ég þarf að bíða þrettán jól eftir að fá öll herlegheitin. Ef það á annað borð gerist, sem er vonandi. Ég trúi íslendingum alveg til að klúðra þessu aftur. Prove me wrong!
Þar hafiði það. Danir eru að þessu leiti hliðhollari sagna-arfinum en við.  Íslenski bókaneitandi, Ég biðla til þín. Hlauptu og kauptu! Ef ekki, þá fokk jú, íslenski bókaneitandi. Ég skal orða þetta betur: Føkk deg, man.*

Hulli

PS
Þetta er allt til á frummálinu í Bóksölu Stúdenta. Ætli ég verði ekki að fjárfesta í því og kenna mér dönsku um leið. En ég mun að sjálfsögðu líka fá mér þær íslensku. Hverja á fætur annari þangað til að ég verð 47 ára.

*Fyrirgefðu, ég meinti þetta ekki! Ég elska þig. Ekki hætta að kaupa bækurnar mínar.

2 comments:

Fjalsi said...

Er þetta ekki verkefni fyrir Ókeibæ-kur? Ég skal þýða!

hugleikur dagsson said...

Ja, Iðunn er að endurútgefa þetta. en of hægt. Þeir ættu að gefa út fjórar á ári. Hafa þetta í áskrift og bókaklúbbum. Annars verðum við að detta í fimtugt þegar bálkurinn er loks allur á ástkæra ilhýra.